Nú erum við í návígi við eitthvað heilagt. Þessi sósa kom, sá og sigraði heiminn fyrir meira en áratug síðan og hefur haldið áfram að tróna á toppi allra verðlaunalista síðan þá. Þetta er tropical sósa með keim af mangó, ananas, bönunum og rúsínum. Hún er alls ekki of sterk og því hægt að njóta á svo marga vegu. Það stendur meira að segja á miðanum að þetta sé besta sósa í heimi, getur verið að þeir hafi rétt fyrir sér?
Hér fyrir neðan ætla ég að reyna að lista upp öll þau verðlaun sem sósan hefur fengið:
2019 NYC Hot Sauce Expo – Screaming Mimi Award – Habanero Peppers – Fyrsta sæti
2019 NYC Hot Sauce Expo – Caribbean Style – Þriðja sæti
2019 NYC Hot Sauce Expo – Fruit Based Hot Sauce – Annað sæti
2018 NYC Hot Sauce Expo – Screaming Mimi Award – Grand World Champion
2018 NYC Hot Sauce Expo – Screaming Mimi Award – Caribbean Style – Fyrsta sæti
2019 NYC Hot Sauce Expo – Fruit Based Hot Sauce – Fyrsta sæti
2019 NYC Hot Sauce Expo – World’s Greatest Hot Sauce…
2019 NYC Hot Sauce Expo – Habanero Sauce – Annað sæti
2019 Zest Fest – Hot Sauce Fruit Based – Annað sæti
2019 Zest Fest – Hot Sauce Spicy Sweet Hot – Annað sæti
2019 Zest Fest – Caribbean Style Hot – Annað sæti
2018 Chile Pepper Magazine Fiery Food Challenge – Caribbean Hot Sauce – Fyrsta sæti
2017 NYC Hot Sauce Expo – Screaming Mimi Award – Grand World Champion
Æhh, vitiði… Þessi sósa er búin að vera að vinna til verðlauna síðan 2006, það er bara of langt mál að lista það allt hérna upp. Hér er tengill ef þið viljið skoða nánar. Ég bara hef ekki orku í að skrifa þetta allt saman upp 🙂
https://dirtydickshotsauce.com/awards.html
Scoville skali: 21.000