Dirty Dick’s No Name Chipotle

699 kr.

Geggjuð sósa ef þið viljið fá mexíkóska stemningu í kvöldið.  Frábær á steikina, sem marinering á grillað grænmeti og til að setja yfir taco, burrito og nachos. Í raun hægt að setja á hvað sem er af grillinu.

Til á lager

Þetta er nýjasta viðbótin í ansi frábæra línu af heitum sósum. Orginal Dirty Dicks sósan hefur unnið allt sem hægt er að vinna í sósubransanum og nú þarf að fylgja þessu almennilega á eftir.

Þessi sósa er með chipotle bragð en þar að auki er hægt að finna örlitla angan af kakói og kaffi ásamt ávaxtakeim frá ananas og svo lauk, hvítlauk og engifer.

Sósan er frábær á steikina, sem marinering á grillað grænmeti og til að setja yfir taco, burrito og nachos. Hún er mild og þægileg og á færi allra að prófa.

Scoville skali: 1000-1500

Þyngd 311 g