Lýsing
Þessi sósa er mjög mild og þarna er sóst eftir góðu bragði fyrst og fremst. Hún er búin til með Porcini sveppum, þurrkuðum ólífum og hvítlauk. Hún er frábær sem marinering á kjöt, til að setja yfir grænmeti, bragðbæta súpur og á hrísgrjón. Við hvetjum ykkur til að prófa þessa sem sósu, hver veit nema að hún verður fastur gestur á matarborðinu.